gianni ferrari turbograss

turbograss-logo sl

Turbograss sláttuvélarnar eru einstaklega liprar í notkun, þær slá því og safna grasi á auðveldan hátt á óreglulegum grassvæðum þar sem eru tré, runnar, blómabeð o.fl.

Aftur

gianni ferrari map

Extra liprar í notkun

Gianni Ferrari Turbograss vélarnar eru sérstaklega liprar í notkun.  Þær hafa  O gráðu beygjuradíus (ZTM).

Tvívirk nýstárleg vökvaskipting ásamt smæð vélanna gerir þær einstaklega liprar og hraðvirkar í allri notkun. Sérstaklega á svæðum með trjám, runnum, blómabeðum og meðfram göngustígum í smærri görðum og lystigörðum.

Spara umtalsverðan slátt með orfum og handvélum, ásamt því að safna grasinu upp í graskassan, sem sparar einnig tíma og fyrirhöfn.

gianni ferrari cut

Sláttugæði

Turbograss sláttuborðin eru 110 cm. og 130 cm. breið. Fyrirtækið hefur einkaleyfi á hönnun þeirra (nýjung). Sláttuborðin skila háu og blautu grasi vel upp í graskassann auk þess að skila frábærlega fallegum slætti.

gianni ferrari turbograss hydraulics

Tvær nýjungar, sem Gianni Ferrari fyrirtækið hefur einkaleyfi á!

Snúningsátt hnífa: Hnífarnir snúast í gagnstæða átt í samanburði við hefðbundna sláttubúnaði á markaðnum. Þessi snúningsátt hnífanna hefur ótrúlega jákvæð áhrif á sláttugæðin og afköstin við að safna upp grasinu.

Frambrún sláttuborðanna: Sláttborðin uppfylla allar nýjustu öryggisreglur. Frambrún sláttuborðanna er opnanleg og er hún hærri en hæð hnífanna. Þessi hæðarmismunur kemur í veg fyrir að grasið klessist saman, leiðir til fallegs sláttuárangurs einnig í háu grasi. Framhlífin lokast þegar koma þarf í veg fyrir að steinar eða annars konar hlutir skjótist út úr sláttuborðinu. Þessi einfalda útfærsla uppfyllir allar nýjustu öryggisreglur. Sláttuborðið er hannað með tveimur diskum og eru beygðir hnífar festir á þá og og  snúast þeir til sitthvorrar hliðar frá miðju

Þessi útfærsla hefur 3 aðalkosti:

  • Er extra sterk og getur staðist erfitt álag 
  • Tvöföldu hnífarnir koma í veg fyrir að samanþjappað gras festist uppi í sláttuborðinu, sem leiðir af sér fallegan slátt og góða uppsöfnun.  
  • Grasið er slegið smærra, fer því hraðar upp í graskassann auk þess að þjappast betur og taka minna pláss.

Sláttuborðin fljóta (hafa floteiginleika) í slætti og  virka því vel á mishæðóttum og erfiðum grassvæðum.  Sláttuborðinu er hægt að  lyfta í upprétta stöðu (vökvaknúið) við almenn þrif og  við hnífaskipti  Þannig er öll umhirða sérstaklega einföld og þægileg.

Turbograss sláttuvélin slær og safnar upp grasi, laufi, rusli, dósum, plastflöskum o.fl.   4.000 – 8.000 fermetrum  á klst.  Auk þess slær vélina fallega og safnar grasinu vel í graskassann.

gianni_ferrari inlet

Innblásturs- og uppsöfnunarkerfi

Stór, og öflug vifta (vacuum) blæs inn lofti.  Viftan er uppbyggð með 4 bognum blöðum, sem auðvelt er að skipta um ef þau skemmast eða slitna. Blöðin koma í veg fyrir að gras festist á þeim auk þess  sem viftan minnkar ummál laufa um 5:1.

gianni_ferrari grasscatcher

Grassafnari

Grassafnarinn er framleiddur úr sterku/þolgóðu „polyethylene“ efni. Hann er með síu, afturhurð, túðu sem dreifir grasinu um kassann og flautu (viðvörunar) sem lætur vita þegar kassinn er fullur.  Grassían er  úr zinkhúðuðu járnneti og hlífðarplötu úr plasti (sem minnkar tímann við þrif).  Afturhurðin opnast sjálfkrafa þegar graskassanum er lyft aftur. Sterkbyggður búnaður lyftir graskassanum upp í allt að 180 cm. hæð ( valmöguleik) og tæmir þá úr kassanum á auðveldan og fljótlegan hátt upp  á vörubílspalla eða í kerru. Allur þessi útbúnaður minnkar gríðarlega tímann sem fer í slátt og í að losa sig við grasið.  Þessi búnaður er  vökvaknúinn sem  hámarkar nýtingu mannafla hverju sinni.

gianni ferrari hydraulics

Flutnings box

Hægt er að nota vélina án graskassans og  setja álbox í staðinn.. Mjög gagnlegt fyrir flutning á sandi, leir og annars konar efni.

Afturhjól vélarinnar

gianni ferrari turbograss single wheel

Einfalt afturdekk, eykur lipurð og snerpu vélarinnar.

gianni ferrari turbograss 2-wheel

Tvöfalt afturdekk, gefur  léttan þrýsting á grasflötina

Afturöxull með hjólum til beggja enda, tryggir stöðugleika þegar graskassanum er lyft við graslosun

 

Aftur

TURBOGRASS aukabúnaður

turbograss-main-SM

Hefðbundið sláttuborð eða tvíklippiborð: 110-130-150 cm. breið

Sláttuborðin eru 110 cm, 130 cm, eða 150 cm. breið.  Þau skila fallegum slætti vegna nýstárlegrar hönnunar auk þess að vera sterk og örugg við erfiðar aðstæður.  Með sláttuborðinu fylgir tvíklippisett, á þann hátt  er grasið saxað smátt og því  dreift yfir grasflötinn. Sláttuhæðin er stillt á nokkrum sekúndum með einföldu handfangi.

Tvíklippi sláttuborð, 110 cm

Sláttuborð sem þeytir til hliðar, 130 cm

Hefðbundið sláttuborð og tvíklippi, 130 cm

Tvíklippi sláttuborð,  sem þeytir auk þess til hliðar, 150 cm

Sláttuborð í grófan/erfiðan slátt, 110 cm

Slæsari/mosatætari, 100 cm

Slæsarinn er afkastamikill, nýtist einnig í slæsun á stórum svæðum. Hentar auk þess sem mosatætari og við undirbúning grassvæða fyrir sáningu.

Snjótönn

Snjótönnin er 120 cm. breið (með vökvalyftu). Turbograss sláttuvélina er þannig hægt að nota einnig yfir vetrarmánuðina.

Snjóblásari

Snjóblásarinn er 2ja hraða, 110 eða 130 cm. breiður ( vökvaknúinn).  Plexiglas plata hlífir notanda vélarinnar fyrir snjógusum.

Salt/áburðardreifari, 110 ltr

gianni ferrari pg

Links:

catalogs-attachment

630
23/17
2
2WD
110-130
350-500
922
22/16.5
3
2WD
110-130
500-700