Orec RM 830 sláttutraktor
(Honda GXV390)
Einstaklega sterkbyggður og öflugur sjálfskiptur sláttutraktor frá Japan. Traktorinn er með mismunardrifi og driflæsingu.
Einstakt sláttutæki í slátt í háu grasi og við erfiðar og ósléttar aðstæður. Einnig góður í þó nokkrum höllum þar sem eingöngu er slegið með vélorfum.
Sláttubreidd tækisins er 83cm og er hægt að skipta hnífunum út og setja í tækið klofna hnífa til að slá grasið extra smátt.
Frábær, afkastamikill sláttutraktor í hvers konar slátt þar sem hefðbundnir traktorar duga ekki til.
Sláttubreidd | 82cm |
Sláttuhæð | 50-90mm |
Hraði | Áfram 0-10 km/klst.; aftur: 0-4,5 km/klst. |
Sjálfskiptur | Mismunadrif og driflæsing |
Útbúinn | Fjöðrun í sæti stillanleg |
Þyngd | 240kg |
Orec RM980F 4WD sláttutraktor
(Vanguard 627 cc)
Öflugur 4WD, sjálfskiptur sláttutraktor frá Japan. Með mismunadrifi og driflæsingu sem gerir hann einstakan við slátt í mjög háu grasi (sinu) og við erfiðar og ósléttar aðstæður. Einnig góður í þó nokkrum höllum þar sem eingöngu er slegið með vélorfum.
Sláttubreidd traktorsins er 98 cm og sitja hnífarnir til enda á miðjubjálka. Hnífana er hægt að nota báðum megin og einnig er hægt að kaupa við sláttutraktorinn margklofna hnífa sem mylja grasið extra smátt, en þeir koma þá í stað standard hnífanna sem koma frá framleiðandanum.
RM980F 4WD traktorinn hefur slegið rækilega í gegn í Evrópu sl. ár vegna sláttugetu og afkasta.
Sláttubreidd | 97,5cm |
Sláttuhæð | 85 – 100mm |
Hraði | Áfram 0-10 km/klst.; aftur: 0-7 km/klst. |
Gírskiptur | Mismunadrif og driflæsing |
Drif | 4WD ( fjórhjóladrifinn) |
Útbúinn | Fjöðrun í sæti stillanleg með gormi |
Þyngd | 310kg |
Sterkir sláttuhnífar, þaktir sérgerðu stáli.