logo_orec_white

logo_orec_white

logo_orec_white

logo_orec_white

logo_orec_white

logo_orec_white

OREC GR537PRO

Orec GR537PRO sláttuvél

(Honda GXV160 163cc)

Öflug sláttuvél með drifskafti (úr kardanstáli). Vélin hefur þrjá hraða. Fyrsti gírinn er fyrir hátt, blautt og erfitt gras, annar gírinn er fyrir meðalmikið gras og þriðji gírinn fyrir meiri sláttuhraða og minna gras.

Stell vélarinnnar er úr áli og er það styrkt að innan með stálplötu til að verjast skemmdum frá grjóti og öðrum hörðum aðskotahlutum. Öll dekkin eru úr stáli, mjög sterkbyggð, hækkanleg á hverju hjóli með sérstökum járnhlífum til að skýla hækkunarhandföngunum. Á vélinni er einnig framstuðari.

Vélin er me B.B.C. útbúnaði (blade brake clutch). Þessi búnaður virkar þannig að vélin er alltaf í gangi á meðan pokinn er losaður og eins ef maður stoppar til að fjarlægja drasl eða grjót af svæðinu meðan á slætti stendur. Þessi útbúnaður sparar ómældan tíma þar eð ekki þarf sífellt að vera að endurræsa mótorinn milli þess sem graspokinn er tæmdur eða þegar flytja á vélina á milli nálægra svæða sem á að slá.

Vélin er einstaklega öflug, örugg og afkastamikil, með drifskafti í stað drifreimar sem sparar mikinn tíma og mannafla þegar til lengri tíma er litið.

 

6813

 

11913

6818

 

Hámarks loftstreymi = frábær uppsöfnun

GR537PRO vélin er með riffluðum járndisk fyrir ofan hnífinn en hnífurinn er með góðum vængjum til endanna.

Hvoru tveggja eykur blásturinn á grasinu aftur í kassann auk þess sem GR537PRO vélin er búin sérhönnuðu loftstreymiskerfi (sjá mynd) þar sem loftið hringrásar aftur í graspokann og þaðan til baka í gegnum op aftan á vélinni og aftur fram í vélina. Þannig hringrásar loftið um vélina í gegnum graskassann sem gerir tækinu kleift að safna upp háu og blautu grasi í 80 ltr. graskassann.

Graskassinn er auk þess klæddur að ofan með þéttu nælonefni sem kemur í veg fyrir að ryk blási upp í andlit notanda vélarinnar þegar verið er að slá við þurrar aðstæður þar sem ryk þyrlast auðveldlega upp.

Örugg og afkastamikil sláttuvél sem safnar frábærlega vel upp háu og blautu grasi vegna einstakrar hönnunar vélarinnar og graskassans.

 

Sláttubreidd  53cm
Sláttuhæð   72mm
Hraði  3 gírar áfram
Sláttuhæð  stillanleg á hverju hjóli
Útbúinn  með B.B.C. (blade brake clutch)
Þyngd  58kg

Húsið á vélinni er úr áli en dekkin úr stáli ásamt framstuðara

orec fl500bc

Orec FL500BC sláttuvél

(Honda BXV160 163cc)

Eintaklega sterkbyggð og öflug sláttuvél fyrir slátt í háu og erfiðu grasi.

Vélin er með professional mismunadrifi úr áli og driflæsingu. 3 gírum áfram og 1 gír afturábak. Sláttuhraðinn er stilltur með einu handfangi á þægilegan máta.

Afturhjólin eru extra stór, góð við slátt í hærra grasi. Stjórnhandfang vélarinnar er hægt að stilla til hvorrar hliðar sem er, eftir aðstæðum hverju sinni. Einstaklega gott þegar slá þarf út í horn og við mjög þröngar aðstæður.

Aukabúnaður: Bogið tennt járnstykki sem fest er aftan í vélina og kurlar grasið extra smátt.

Einstök sláttuvél í gróf og erfið svæði, þar sem hefðbundnar sláttuvélar henta ekki.

 

 

Sláttubreidd  50cm
Sláttuhæð  20 - 70mm
Hraði  3 gírar áfram og 1 afturábak
Gírskiptur  Mismunadrif og driflæsing
Hraði vélar stillanlegur með einu handfangi
Þyngd   68kg
orec sp300a

Orec SP300A sláttuvél í halla 

(Honda GX35)

Frábær sláttuvél frá Japan. Hönnuð upphaflega við slátt í miklum höllum umhverfis hrísgrjónaakra. Þar sem handfangið er lengjanlegt bæði lárétt og lóðrétt þá er þetta einstök halla sláttuvél.

 

 

 

Sláttubreidd  30cm
Sláttuhæð   50 - 75mm
Hraði  2 áfram og 2 afturábak
Gírskiptur  2 gíraráfram og 2 afturábak
Handfang  stillanlegtlárétt of lóðrétt með einu handfangi
Handfang  Lengjanlegt við mismunandi aðstæður í höllum
Þyngd   – kg.

 

Orec 3088

——-

Orec RM 830 sláttutraktor 

(Honda GXV390)

Einstaklega sterkbyggður og öflugur sjálfskiptur sláttutraktor frá Japan. Traktorinn er með mismunardrifi og driflæsingu.

Einstakt sláttutæki í slátt í háu grasi og við erfiðar og ósléttar aðstæður. Einnig góður í þó nokkrum höllum þar sem eingöngu er slegið með vélorfum.

Sláttubreidd tækisins er 83cm og er hægt að skipta hnífunum út og setja í tækið klofna hnífa til að slá grasið extra smátt.

Frábær, afkastamikill sláttutraktor í hvers konar slátt þar sem hefðbundnir traktorar duga ekki til.

 

 

Sláttubreidd 82cm
Sláttuhæð  50-90mm
Hraði Áfram 0-10 km/klst.; aftur: 0-4,5 km/klst.
Sjálfskiptur Mismunadrif og driflæsing
Útbúinn Fjöðrun í sæti stillanleg
Þyngd 240kg
Orec RM980FS

Orec RM980F 4WD sláttutraktor

(Vanguard 627 cc)

Öflugur 4WD, sjálfskiptur sláttutraktor frá Japan. Með mismunadrifi og driflæsingu sem gerir hann einstakan við slátt í mjög háu grasi (sinu) og við erfiðar og ósléttar aðstæður. Einnig góður í þó nokkrum höllum þar sem eingöngu er slegið með vélorfum.

Sláttubreidd traktorsins er 98 cm og sitja hnífarnir til enda á miðjubjálka. Hnífana er hægt að nota báðum megin og einnig er hægt að kaupa við sláttutraktorinn margklofna hnífa sem mylja grasið extra smátt, en þeir koma þá í stað standard hnífanna sem koma frá framleiðandanum.

RM980F 4WD traktorinn hefur slegið rækilega í gegn í Evrópu sl. ár vegna sláttugetu og afkasta.

 

 

Sláttubreidd 97,5cm
Sláttuhæð  85 – 100mm
Hraði Áfram 0-10 km/klst.; aftur: 0-7 km/klst.
Gírskiptur Mismunadrif og driflæsing
Drif 4WD ( fjórhjóladrifinn)
Útbúinn Fjöðrun í sæti stillanleg með gormi
Þyngd 310kg

Sterkir sláttuhnífar, þaktir sérgerðu stáli.