Stiga Twinclip 50 SEQ B Pro
Stiga Twinclip Cutting Blade
Stiga Twinclip Grassbox handle

Stiga Twinclip 50 SEQ B Pro

Nýja Twinclip 50 SEQ B Pro lúxus sláttuvélin frá Stiga er sérlega notendavæn og afkastamikil og hentar við slátt á meðalstórum og stærri svæðum. Sláttuvélin er búin fjölmörgum nýjungum og er fullkomlega hönnuð með vellíðan notendans í huga.

Auk þess er sláttuvélin styrkt á margan hátt til að slá erfiðari svæði. Twinclip 50 SEQ B sláttuvélin er með B&S 775 IS seríu mótor, 2.59kW og með rafstarti (Lithium rafhlaða) en þessi mótor er af glænýrri kynslóð mótora frá B&S sem eru sérlega öflugir.

Twinclip 50 SEQ B Pro slátttuvélin er byggð með svonefndu „Cyclone kerfi“. Það samanstendur af  tvíklofnum sláttuhníf á tveimur hæðum sem saxar grasið smátt og einnig sérhannaðri hlíf undi slátthlemmnum sem ver drif- og reimbúnað sláttuvélarinnar fyrir álagi og aðskotahlutum. Einnig fylgir vélinni plaststútur sem er settur aftan í op vélar þegar á eingöngu að saxa grasið niður í grasflötinn án þess að safna því í kassann.

Graskassi Twinclip sláttuvélarinnar er ný hönnun, en þar þarf aðeins að nota aðra hendina við að losa graskassann, tæma hann og setja hann á aftur. Sérlega þægilegt í notkun auk þess sem efst á graskassanum er gulur takki sem ýtist upp og lætur vita þegar graskassinn er fullur af grasi. Twinclip 50 SEQ B Provélin er einnig með þann eiginleika að geta slegið út til hliðar þegar um mjög hátt gras er að ræða.

Sláttuvélin er með VCS (Vibe Control System) kerfi sem minnkar víbring mótors frá 6m/S2 í 2,5m/S2. Vélin er því sérlega þýðgeng og notendavæn í slætti.

Sérstyrktur fram- og afturöxull, auk þess sem sláttuhlemmurinn ásamt PRO drifbúnaði eykur öryggi og afköst sláttuvélarinnr í notkun við erfiðari aðstæður.

Handfang sláttuvélarinnar er stillanlegt upp eða niður með einu handtaki. Stillt eftir hæð manneskjunnar sem er að slá hverju sinni.

Þvottastútur er á ofanverðum sláttuhlemmi Twincip sláttuvélarinnar. Vatnsslanga er fest á stútinn og vélin sett i gang. Þannig er sláttuhlemmur vélar þrifinn að innanverðu.

Einstaklega notendavæn og öflug vél fyrir heimili, sumarbústaði, stofnanir, kirkjugarða, verktaka og bæjarfélög.

     
Twinclip 50 SEQ B Pro sláttuvél Rafstart (Lithium rafhlaða hlaðin og smellt á mótorinn)
B&S mótor 775 IS sería 2.59kW.  Ný kynslóð B&S mótora,“ný hönnun“
Vélahlíf úr stáli, sérstyrkt Fram- og aftur öxull sérstyrktir
Sláttubreidd 48cm. Hjólalegur í hverju hjóli
Sláttuhæð 25-77mm, 7 hæðastillingar
Graskassi 70 lítrar. Losaður og tæmdur með einni hendi.
Sláttuhnífur vélar Tvíklofinn og á tveimur hæðum. Saxar grasið extra smátt.
Drifbúnaður Sérstyrktur PRO drifbúnaður. Afturhjóladrif
Þyngd 41kg