ita-4362

cruiser
turbo with brushes
gianni ferrari turbo1wt

Gianni Ferrari Turbo sláttuvélar

Öryggið er númer 1

Turbo sláttuvélanar eru byggðar með öryggi og áreiðanleika að leiðarljósi. Vélarnar og fylgibúnaður hefur verið margreyndur skv. stöðlum frá EES  varðandi öryggi, hávaða, titring og útblástur. Sérstakur búnaður hefur verið settur á vélarnar til að tryggja hámarksöryggi.

Turbo 1W – 4WD

Öflug og nett

Turbo 1 4WD vélin er mjög afkastamikil á sléttum svæðum og í aflíðandi höllum. Öflugur 3ja cyl. dísilmótor og stór blásari fyrir graskassann gera vélinni kleift að slá hratt og skila góðum sláttuárangri, einnig við slátt í háu og blautu grasi. 1100 lítra graskassinn, ásamt vökvalyftibúnaði hans (Hi-Dump) sem lyftir upp í 2.1 metra hæð léttir þér störfin og eykur afköst (hámarkshraði vélarinnar er 18 km/klst). Vélin er nett og hentar því vel við slátt á þröngum stígum og við erfiðar aðstæður. Turbo 1W (4WD) vélin er útbúin með HTC (Hydrostatic Traction Control)  fjórhjóladrifi til tryggingar á  fullkomnu togi við vinnu í höllum með hörðu undirlagi. Gianni Ferrari fyrirtækið hefur einkaleyfi á þessum HTCbúnaði.

Turbo 4 – 4WD

Turbo 4 W – 4WD vélin er byggð fyrir hámarks afköst og tog

Mjög góð við slátt í höllum. Lágur þyngdarpunktur Turbo 4 vélarinnar tryggir að hægt er að slá í hliðarhöllum, þar sem samkeppnisaðilar geta ekki slegið með sínum vélum. Hið sérstæða HTC (Hydrostatic Traction Control) sem GF fyrirtækið hefur einkaleyfi á  skilar sér í snörpum  beygjuradíus sem gerir vélina sérlega lipra og öfluga í allri notkun auk þess að vera með 1300 ltr. graskassa.

 

Innblásturs

 

Innblásturs- og uppsöfnunarkerfi

Innblásturs raninn sem tengir saman sláttuborðið og viftuna ( þeytir grasinu upp í kassann) er byggður úr sterku stáli sem lengir líftímann. Viftan er öflug, einnig við lágan snúing auk þess að vera frekar hljóðlát. Blástursviftan er uppbyggð með 6 bognum blöðum, sem auðvelt að skipta um þau þegar  þau slitna eða skemmast.

 

Grassafnari

Grassafnari

Grassafnarinn er framleiddur úr sterku „polyethylene“ efni með síu, afturhurð, túðu sem dreifir grasinu um  kassann og viðvörunarflautu sem pípir þegar kassinn er fullur.  Grassían er samsett úr zinkhúðuðu járnneti  ásamt hlífðarplötu úr plasti, sem minnkar tímann við þrif.  Afturhurðin opnast sjálfkrafa þegar graskasanum er lyft aftur. Sterkbyggður lyftibúnaður lyftir kassanum upp í allt að 220 cm hæð, sem auðveldar tæmingu á kassanum upp á vörubílspall eða í kerru. Þessi búnaður lágmarkar til muna tímann sem fer í slátt og við losun á grasi. Búnaðurinn er vökvaknúinn og hámarkar nýtingu á mannskap hverju sinni.

Bremsur

Bremsur

Tvær stórar diskabremsur sem staðsettar eru á mismunadrifinu tryggja örugga bremsun einnig í bröttum höllum.

 

 

mótor

Mótor

Gianni Ferrari býður upp á Kubota mótora, 3ja og 4ra cylindra, en þeir eru einir þeir bestu sem í boði eru.  Þeir  tryggja hámarks öryggi og afl (skv. nýjustu reglugerðum) ásamt lágmarks hávaða fylgjandi sömu stöðlum.

dríf 1
turbo 4
turning circle

Drif/gírkassi  Turbo 1 og Turbo 2

Turbo 1 og Turbo 2 vélarnar eru með uppskiptanlegri (step up) sjálfskiptingu með stiglausri dælu ásamt vökvamótor. Driflæsing er í framöxli vélanna.

Drif/gírkassi Turbo 1 W - 4WD

Með tvívirkri gírskiptingu með tveimur  vökvamótorum (orbital)  sem tengdir eru afturhjólunum.  Kerfið er með deiliventli, sem varnar þvingunum, þar sem hann deilir átakinu á milli hjóla. Það kemur í veg fyrir skalla og skemmdir á grassvæðum og eykur  stjórnhæfni vélarinnar.

Drif/gírkassi Turbo 4

Sjálfskiptingin er tvívirk og mötuð af kerfi sem samanstendur af stiglausri vökvadælu með öflugu drifi sem stjórnar tveimur vökvamótorum, einum á hvorum öxli. Hvor vökvamótor um sig er staðsettur á mismunadrifi og tengir saman tvo gíra í olíubaði sem flytja aflið til hvors hjóls um sig með niðurgírun sem leiðir til aukins togkrafts. Kerfið er áfast sterkbyggðu stelli vélarinnar,  sem er byggt er  úr 20mm þykku stáli.  Þessi búnaður er mjög öruggur og öflugur, hann gerir vélinni kleift að klífa á auðveldan hátt í erfiðum brekkum. Driflæsing er á  mismunagírnum á framöxlinum, sem eykur enn togkraft  vélarinnar. Afturdrif vélarinnar er ólíkt hefðbundnum drifum, þar sem þar er vökvatjakkstýri, sem eykur  snúningsradíus vélarinnar til muna. Annar búnaður sem GF hefur einkaleyfi á er sjálfvirk stýring á framöxli (automatic proportional control). Vélinni er því hægt að snúa á aðeins 60 cm. snúningsradíus!  Vélin hefur einkar lágan þyngdarpunkt,  sem gerir mögulegt að keyra til hliðar í halla án þess að eiga á hættu að vélin velti.

rops

Veltigrind (ROPS)

Veltigrindin veitir fullkomið öryggi fyrir stjórnanda vélarinnar, ef vélin skyldi velta. Veltigrindinni fylgir einnig öryggisbelti.

Aðstaða ökumanns

Aðstaða ökumanns

Þar sem Turbo vélarnar eru „Professional“ vélar þá hefur mikið verið lagt upp úr góðri vinnuaðstöðu fyrir ökumanninn. Öllum stjórnbúnaði vélarinnar er þess vegna þægilega komið fyrir í handföngum hægra megin við stjórnandann. Aðvörunarljós og mælar eru staðsettir á stýrisarminum en hann er hægt að stilla í þá hæð sem hentar stjórnandanum hverju sinni. Aðgengi að sætinu er alltaf frjálst þar sem enginn búnaður er á milli stýrisins, sætisins og fótapallsins. Vökvastýrið hefur sjálfstæða dælu sem stjórnar tvívirkum stýristjakki auk þess að tengja hann við liðhúsið.  Fótapallurinn er stillanlegur upp og niður án þess að hafa áhrif á sláttuborðið sem er vökvaknúið.   Sætið er stillanlegt í mismunandi stöður sem eykur þægindi stjórnandans. Það er stillanleget í 3 mismunandi hæðir og er með sleða til að færa það fram og aftur auk armpúða.  Einnig er hægt að fá sæti með hita ef þess er óska

Hlíf

Hlíf yfir veltigrind

Veitir skjól fyrir sól og rigningu. Skýlir einnig stjórnanda vélrinnar fyrir trjágreinum þegar verið er að vinna undir trjám.

flútningsbox

Flutningsbox

Hægt er að nota vélina án gaskassans og þá setja álbox í staðinn. Einkar gagnlegt við flutning á sandi, leir og hvers konar efni.

comfort

Þægindi eru Standard, ekki valkostur!

Ökmannsklefi eru fáanlegur fyrir Turbo 2 og Turbo 4 vélarnar. Hann er festur á vélina með sérstökum titringspúðum, sem fyrirbyggja titring í klefanum. Klefinn er því fullkomlega óháður rafmagns- og stjórnbúnaði vélarinnar, auk þess sem ökmannssætið er einangrað frá vélinni sjálfri. Sérstakar einangrunarmottur auka einnig einangrunina, sem tryggir að Turbo Cruiser klefinn er þægilegur, öruggur og einkar notendavænn í hvers konar veðri.

sláttur

Sláttur

RCA uppsöfnunar sláttuborðin sem GF hefur einkaleyfi á, eru einstök við slátt og uppsöfnun, þar sem grasið er hátt og blautt. Vegna hönnunar sláttuborðsins þá klessist grasið ekki saman við þannig aðstæður, sem skilar sé í fallegum slætti. Sláttuborðin eru fáanleg í breiddunum 130 og 150 cm.

Tvær nýjungar, sem Gianni Ferrari fyrirtækið hefur einkaleyfi á!

Snúningsátt hnífa: Hnífarnir snúast í gagnstæða átt í samanburði við hefðbundna sláttubúnaði á markaðnum. Þessi snúningsátt hnífanna í gagnstæða átt hefur ótrúlega jákvæð áhrif á sláttugæðin og afköstin við uppsöfnunina.

Frambrún sláttuborðanna: Sláttborðin uppfylla allar nýjustu öryggissreglur. Frambrún sláttuborðsins er opnanleg og er hún hærri en hæð sláttuhnífanna. Þessi hæðarmismunur kemur í veg fyrir að grasið klessist saman, sem leiðir til þess að hnífarnir slá fallega,  jafnvel í háu grasi. Þessi framhlíf  lokast þegar  koma þarf í veg fyrir að steinar eða hlutir þeytist út úr sláttuborðinu. Þessi einfalda útfærsla uppfyllir allar nýjustu öryggisreglur á markaðnum. Sláttuborðið er hannað með tveimur diskum, á þeim  sitja beygðir hnífar sem snúast til sitthvorrar hliðar frá miðju.

Þessi útfærsla hefur 2 aðalkosti:

  1. Er extra sterk og getur staðist erfitt álag
  2. Tvöfaldir hnífar koma í veg fyrir að samanþjappað gras taki sér bólfestu uppi í sláttuborðinu sem leiðir ávallt til góðs sláttuárangurs og góðar uppsöfunar.

Floteiginleiki sláttuborðsins virkar einkar vel á mishæðóttum og erfiðum grassvæðum. Sláttuborðinu er hægt að lyfta í upprétta stöðu (vökvaknúið) til að hreinsa það, hnífa þess  eða við hnífaskipti. Þannig er öll umhirða sérstaklega einföld og þægileg.

Turbo vélarnar geta slegið og safnað upp grasi, laufi, rusli, dósum, plastflöskum o.fl. á 10.000 – 20.000 fermetrum á klst. auk þess  að slá fallega og safna grasinu vel upp í kassann.  Hæðastillingarhandfang er á sláttuborðinu, sem er mjög auðvelt og fljótlegt að nota þegar stilla þarf sláttuhæðina, tekur um 10 sekúndur.

rear discharge ita-thumb788

flail mower ita-thumb1637

Hefðbundið sláttuborð eða tvíklippi sláttuborð. 130-150-165 cm. breið

Sláttuborðin eru 130 cm, 150 cm, eða 165 cm.  Vegna nýstárlegrar hönnunar skila þau extra góðum sláttuárangri. Sérhönnuð hæðastilling gerir mögulegt að stilla sláttuhæðina á mjög auðveldan hátt. Sláttuborðin eru mjög sterkbyggð og örugg líka við erfiðar aðstæður. Þess utan skila þau  fallegum slætti á almennum grassvæðum og í slætti á röffi á golfvöllum. Mögulegt er að slá grasið extra smátt vegna tvíklippisettsins. Auðvelt að setja það í og taka það úr sláttuborðinu.

cutting high grass

Sláttubúnaður í grófan slátt

HD (heavy duty) sláttubúnaður er fáanlegur fyrir Turbo vélarnar til notkunar á óræktarsvæðum, auk þess að skila fallegum slætti á hefðbundnum grassvæðum. Sláttuborðið fyrir Turbo 1 er 120 cm  og 150 cm fyrir Turbo 2-4

Snjótönn

Snjótönninni er vökvaknúin, auðveld  og afkastamikil í til notkunar yfir vetramánuðina.

Snjóblásari

Snjóblásarinn er 2ja þrepa. 130 cm breiður, vökvaknúinn og með plexiglas plötu til að hlífa notanda vélarinnar fyrir snjógusum ef vélin er notuð án ökumannsklefa.

Slæsari

Slæsarinn er með vinnubreiddina 100 cm og hægt er að slæsa með honum stórt svæði á skömmum tíma. Hann er hentugur við að fjarlægja mosa úr grasflötinni  og við að undirbúning á  grassvæðum  fyrir sáningu.  Uppsöfnunarbox er fáanlegt.

brushes

Sópur TS150

TS 150 sópurinn er fjölhæft tæki sem notað er við uppsöfnun á laufi, pappa, áldósum, plastflöskum o.fl.

• Vinnubreidd 150 cm.

• 2 vökvamótorar

• Burstar, framleiddir úr plasti/stáli ( sérstyrktir)

• Tveir vatnstankar með 100 ltr. vatns og 3 vökvunar túðum.

• Burstarnir flytjast frá vinstri til hægri frá ökumannssæti séð.

 

Tegund
Afl vélar
Dísel
Drif
Slátturbr.
Grasbox
Turbo1
28hö, 3cyl 2WD 130-150cm 1100 ltr.
Turbo1W
28hö, 3cyl 4WD 130-150cm 1100 ltr.
Turbo1T
33hö, 3cyl Túrbína 2WD 130-150cm 1100 ltr.
Turbo1WT
33hö, 3cyl Túrbína 4WD 130-150cm 1100 ltr.
Turbo2
36hö, 4cyl 2WD 130-150cm 1300 ltr.
Turbo2T
44hö, 4cyl Túrbína 2WD 130-150cm 1300 ltr.
Turbo 4
36hö, 4cyl 4WD 130-150cm 1300 ltr.
Turbo 4 T
44hö, 4cyl Túrbína 4WD 130-150cm 1300 ltr.
Turbo 2
CRUISER+hús
36hö, 4cyl 2WD 130-150cm 1300 ltr.
Turbo 4 T
CRUISER+hús
44hö, 4cyl Túrbína 4WD 130-150cm 1300 ltr.