Orec FL500BC sláttuvél

Orec FL500BC sláttuvél

(Honda BXV160 163cc)

Eintaklega sterkbyggð og öflug sláttuvél fyrir slátt í háu og erfiðu grasi.

Vélin er með professional mismunadrifi úr áli og driflæsingu. 3 gírum áfram og 1 gír afturábak. Sláttuhraðinn er stilltur með einu handfangi á þægilegan máta.

Afturhjólin eru extra stór, góð við slátt í hærra grasi.

Stjórnhandfang vélarinnar er hægt að stilla til hvorrar hliðar sem er, eftir aðstæðum hverju sinni. Einstaklega gott þegar slá þarf út í horn og við mjög þröngar aðstæður.

Aukabúnaður: Bogið tennt járnstykki sem fest er aftan í vélina og kurlar grasið extra smátt.

Einstök sláttuvél í gróf og erfið svæði, þar sem hefðbundnar sláttuvélar henta ekki.

 

Sláttubreidd 50cm
Sláttuhæð 20 - 70mm
Hraði 3 gírar áfram, 1 afturábak
Gírskiptur Mismunadrif og driflæsing
Hraði vélar Stillanlegur með einu handfangi
Þyngd 68 kg