

Orec RM 830 sláttutraktor, sjálfskiptur
(Honda GXV390)
Einstaklega sterkbyggður og öflugur sjálfskiptur sláttutraktor frá Japan. Traktorinn er með mismunardrifi og driflæsingu.
Einstakt sláttutæki í slátt í háu grasi og við erfiðar og ósléttar aðstæður. Einnig góður í þó nokkrum höllum þar sem eingöngu er slegið með vélorfum.
Sláttubreidd tækisins er 83 cm og er hægt að skipta hnífunum út og setja í tækið klofna hnífa til að slá grasið extra smátt.
Sláttuhnífarnir eru smíðaðir úr sérgerðu stáli.
Frábær, afkastamikill sláttutraktor í hvers konar slátt þar sem hefðbundnir traktorar duga ekki til.
Sláttubreidd | 82cm |
Sláttuhæð | 50-90mm |
Hraði | Áfram 0-10 km/klst.; aftur: 0-4,5 km/klst. |
Sjálfskiptur | Mismunadrif og driflæsing |
Þyngd | 240kg |