Fjarstýrðar sláttuvélar fyrir halla

logo_lynex-120

 

 

Fjarstýrðar sláttuvélar fyrir halla

logo_lynex-120

lynex_sx1000

lynex_slope-mower-lynex-300x225

lynex sx1000 remote

Lynex SX1000 sláttuvél fyrir halla

SX1000 hallavélin slær í 75 gráðu halla, sú eina á markaðnum.

SX1000 vélin er aðeins 320 kg. að þyngd, léttasta hallavél á markaðnum í dag.

Sérhæfð hönnun og þyngd tækisins gera kleift að slá og halda jafnvægi í extra erfiðum brekkum.

Vélin slær við fjölbreyttar aðstæður án þess að skemma grassvörðinn. Mikilvægt á viðkvæmum og rökum svæðum þar sem sérstakrar umhverfisverndar er þörf.

Sláttubúnaður SX1000 vélarinnar

  • slær fallega og skilar góðri sláttuáferð með því að kurla grasið smátt.
  • slær mjög hátt og blautt gras við erfiðar aðstæður.
  • hefur góða floteiginleika, hannaður til að slá mishæðótt svæði.
  • með sterkbyggðum öxli með 32 stk áföstum Y-laga hnífum sem kurla grasið exta smátt.

Slá skal með vélinni „til hliðar“ fram og til baka. Byrja ofarlega eða efst í hallanum.

Sláttubúnaður XP1000 vélarinnar er, knúinn af afkastamiklu „mekanísku“ drifi/gírkassa sem hámarkar afköstin.

Rafbúnaður vélarinnar er innbyggður/sameinaður í sérstakt „module box“, er einfalt í þjónustu.

Vélin er einföld í uppbyggingu og auðveld í þjónustu. Þýðir lægri viðhaldskostnað til lengri tíma.

Kröftug gúmmíbelti með útskiptanlegum gúmmí nöglum veita jafnvægið í extra miklum höllum.

Fjarstýring vélarinnar er sú léttasta á markaðnum, aðeins 1 kg. (1,4 Ghz)

Fjarstýringin stjórnar vélinni í allt að 800 metra fjarlægð.

Lynex TX1100

Lynex TX1100

TX1100 fjarstýrð, 30hp Kubota dísilmótor, með 3ja punkta beisli. Sláttubreidd 1,50m í allt að 60 gráðu höllum Sláttubúnaður fylgir. Hægt að fá við tækið röku o.fl. aukabúnað.